Hvernig myndi þér kaupa bitcoin ef þú hefðir hent 10 milljörðum í ruslið? James Howells þarf að lifa við. Fyrir rúmum fjórum árum fargaði hann gömlum hörðum disk sem hann átti.

James áttaði sig síðar á því að 7. 500 einingar af rafmyntinni bitcoin voru í rafrænu veski í disknum. Um talsverða upphæð var að ræða þá, líklega um ein milljón íslenskra króna, en Howells ákvað að bíta í hið súra epli. Síðan þá hefur James fylgst með, eflaust fullur skelfingar, gengi rafmyntarinnar hækka upp úr öllu valdi. Howell átti hefur vaxið úr einni milljón í um 10 milljarða króna. Fjallað er um málið á Daily Mail.

Hann náði að sanka að sér 7. 500 einingum af rafmyntinni þar til tölvan hans gaf sig. Howel skrúfaði vélina niður og seldi hana í pörtum á Ebay en harða drifið, með veskinu verðmæta, geymdi hann í skrifborðsskúffunni sinni. Nokkrum árum síðar hafði hann gleymt fjársóðnum og í tiltekt árið 2013 henti hann harða disknum í sérstaka tunnu í Newport, sveitarfélaginu sem hann býr í á Bretlandseyjum.